Heim arrow Lög og reglugerđir arrow Reglugerđir um ţýđendur
Lög félagsins
Lög um ţýđendur
Leiđbeiningar til próftaka
Reglugerđir um ţýđendur
Reglugerđir um ţýđendur   Prenta  Senda 
 

REGLUGERĐ
nr. 893/2001
um próf og löggildingu fyrir dómtúlka og skjalaţýđendur.


1. gr.

   Sá sem vill öđlast rétt til ađ vera dómtúlkur og skjalaţýđandi samkvćmt lögum um dómtúlka og skjalţýđendur nr. 148 20. desember 2000 skal, samkvćmt ákvćđum 3. gr. nefndra laga, sanna kunnáttu sína í tungu ţeirri sem hann vill öđlast rétt til ađ túlka fyrir dómi og ţýđa skjöl úr og á međ ţví ađ standast prófraun sem dómsmálaráđuneytiđ efnir til. 
   Međ umsókn um ađ ţreyta prófraun skal fylgja sakavottorđ og yfirlýsing umsćkjanda um ađ hann sé lögráđa. Einnig skal fylgja yfirlit um nám og starfsferil.

2. gr.

   Efna skal til prófraunar ađ jafnađi annađ hvert ár. Prófraun til skjalaţýđingarréttinda er skrifleg og skiptist í tvo hluta, sameiginlegt próf í prófstofu og heimaverkefni. Fyrir ţá sem óska eftir ađ öđlast réttindi sem dómtúlkar fer fram sérstök munnleg prófraun.    Prófraun skal hagađ sem hér segir:

I. Sameiginlegt próf í prófstofu.
Prófiđ fer fram undir eftirliti prófstjórnar. Haldin eru tvö fjögurra tíma skrifleg próf.  Í öđru prófinu er ţýtt úr erlenda málinu á íslensku en í hinu úr íslensku á erlenda máliđ. Textar í hvoru prófi skulu vera samtals 500 orđ ađ jafnađi. Viđ próftökuna má nota orđabćkur og önnur hjálpargögn sem prófstjórn samţykkir. Ekki er heimilt ađ nota tölvur eđa ritvélar. 
II. Heimaverkefni.
Prófiđ felst í ţví ađ próftaki fćr tvo texta til ţýđingar, annan á íslensku og hinn á hinu erlenda máli. Skal hvor texti vera um ţađ bil 500 orđ og valinn ţannig ađ hann reyni á fćrni próftaka til ađ ţýđa erfiđa texta á gott mál og til ađ leita fanga um lausn á ţýđingarvanda sem skjalaţýđendur geta ţurft ađ glíma viđ. Skal próftaki skila heimaverkefni innan viku frá móttöku ţess.
III. Munnlegt próf í dómtúlkun.
Prófiđ fer fram ađ viđstaddri prófnefnd. Próftaki skal túlka talađ mál úr íslensku á hiđ erlenda mál og úr ţví á íslensku. Próftími skal vera 20-30 mínútur. Verkefnin skulu vera á hljóđ- eđa myndbandi eđa sambćrilegum miđli og varđa dćmigert réttarhald, svo sem vitnaleiđslu. Skal próftaki túlka verkefniđ í stuttum lotum, eins
og tíđkast viđ réttarhöld.

3. gr.

   Prófstjórn skal efna til kynningar fyrir ţá sem hyggjast ţreyta próf og ber próftaka ađ sćkja slíka kynningu. Skal ţar leiđbeint um frágang skjala og kynnt lög og reglugerđir er snerta störf skjalaţýđenda.

4. gr.

   Ţeir sem óska eftir ađ ţreyta prófraun skulu, er ţeir leggja fram umsókn, greiđa prófgjald sem dómsmálaráđherra ákveđur ađ fengnum tillögum prófstjórnar. Skal gjaldiđ miđađ viđ ađ ţađ nćgi til ađ mćta kostnađi viđ prófraunina í heild.
   Gjaldiđ er óendurkrćft ţótt próftaki standist ekki prófiđ eđa mćti ekki til prófs.

5. gr.

   Dómsmálaráđherra skipar til 4 ára í senn ţriggja manna prófstjórn til ađ sjá um framkvćmd prófs skv. 3. gr. og samrćmingu starfa prófnefnda.
   Dómsmálaráđherra skipar fyrir hvert próftímabil prófnefnd sem skal skipuđ formanni og tveimur međprófdómendum fyrir hvert ţađ mál sem prófađ er í. Skulu tveir ţeirra vera löggiltir skjalaţýđendur í viđkomandi máli ef kostur er og einn sérfróđur um íslenskt mál.

6. gr.

   Prófdómendur skulu í sameiningu meta úrlausnir.
   Viđ mat á úrlausnum á skriflegu prófi skal prófnefnd leggja áherslu á ađ ţýđing sýni fullkominn skilning á frumtexta, málfar sé gott og ađ próftaki komi til skila stíl ţess texta sem ţýddur er.
   Viđ mat á heimaverkefni er krafist réttrar ţýđingar ađ mati prófnefndar, ađ málfar sé gott, stíll viđeigandi og frágangur vandađur, enda standist úrlausnin ađ öllu leyti kröfur sem gerđar eru til skjala sem hafa réttarlegt gildi.
   Ţegar prófnefnd hefur fariđ yfir úrlausnir og lagt mat sitt á ţćr, getur hún krafist ţess ađ próftaki geri grein fyrir ţeim munnlega.
   Viđ mat á frammistöđu próftaka í munnlegu prófi í dómtúlkun skal prófnefnd einkum taka miđ af nákvćmni, málfćrni og glöggum skilningi próftaka.
   Ađ mati loknu skal prófnefnd senda prófstjórn greinargerđ um úrlausnir hvers próftaka, undirritađa af öllum prófnefndarmönnum, ţar sem fram kemur mat á ţví hvort hún telji próftaka hafa kunnáttu og leikni til ađ öđlast löggildingu sem dómtúlkur og/eđa skjalaţýđandi, bćđi úr íslensku á hiđ erlenda mál og úr hinu erlenda máli á íslensku eđa ađeins af hinu erlenda máli á íslensku eđa öfugt. Mat prófnefndar er endanlegt.
   Prófstjórn gefur út prófskírteini til ţeirra sem stađist hafa próf ţar sem fram kemur í hvađa máli og í hvađa ţáttum prófs próftaki hefur stađist próf. Ráđherra veitir löggildingu ađ fenginni umsókn próftaka og greiđslu löggildingargjalds samkvćmt aukatekjulögum.

7. gr.

   Nú er ekki kostur á prófdómendum í tungumáli sem sótt er um löggildingu í og má ţá, ef sérstaklega stendur á, veita hana á grundvelli háskólaprófs og verulegrar reynslu í ţýđingum, enda leggi umsćkjandi fram fullnćgjandi gögn ţar um og prófstjórn mćli međ ţví. Einnig er heimilt ađ veita löggildingu án prófs á grundvelli erlendrar löggildingar ef annađ ţeirra tungumála sem hún nćr til er íslenska og prófstjórn mćlir međ ţví.

8. gr.

   Heimilt er ađ veita löggildingu til starfa sem dómtúlkur fyrir heyrnarlausa. Ţeir sem óska slíkrar löggildingar skulu sanna hćfni sína fyrir prófnefnd. Gilda ákvćđi reglugerđar ţessarar um slíkt próf eftir ţví sem viđ á.

9. gr.

   Reglugerđ ţessi sem sett er samkvćmt lögum um dómtúlka og skjalţýđendur nr. 148 20. desember 2000 öđlast ţegar gildi. Jafnframt er úr gildi numin reglugerđ um sama efni nr. 26 16. janúar 1989.

Dóms- og kirkjumálaráđuneytinu, 22. nóvember 2001.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friđfinnsson.


Ýtarleg leit Hafa samband Tilboð til félagsmanna Auglýsing
Löggiltir skjalaţýđendur - Löggiltir dómtúlkar - Löggiltur skjalaţýđandi - Löggiltur dómtúlkur - Skjalaţýđandi - Dómtúlkur - Túlkur - Ţýđandi - Ţýđendur - Túlkar
Félag löggiltra dómtúlka og skjalaţýđenda | www.flds.is | flds@flds.is | Netvistun - Heimasíđugerđ, hugbúnađarlausnir og hönnun