Finna

Löggiltar þýðingar

Dómskjöl, vottorð, samningar, skýrslur

Dómtúlkun

Lotutúlkun, snartúlkun, hvísltúlkun

Þýðingar og túlkun

Hvers kyns skjöl, ráðstefnur og fundir

UM FLDS

Félag löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda var stofnað 31. janúar 1955 og er fagfélag þeirra sem öðlast hafa löggildingu stjórnarráðsins til þýðingar- og túlkunarstarfa.
Til þess að öðlast löggildingu stjórnarráðsins verða menn að standast viðamikil skrifleg og munnleg próf á vegum dómsmála­ráðuneytisins. Löggilding er því trygging fyrir hæfni þeirra sem hafa hlotið hana.
Félagsmenn eru bundnir þagnarskyldu sem opinberir sýslunarmenn en vinna auk þess samkvæmt siðareglum félagsins.
Félagið hefur ekki milligöngu um verkefni né heldur um verðlagningu. Efst á þessari síðu má leita eftir þýðanda eða túlk fyrir þau tungumál sem í boði eru hverju sinni.

Stjórn félagsins

  • Jón Skaptason, formaður
  • Eiríkur Magnússon, ritari
  • Gauti Kristmannsson, gjaldkeri
  • Niels Rask Vendelbjerg, meðstjórnandi
  • Agnes M. Vogler, meðstjórnandi