Félag löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda var stofnað 31. janúar 1955 og er fagfélag þeirra sem öðlast hafa löggildingu stjórnarráðsins til þýðingar- og túlkunarstarfa.
Til þess að öðlast löggildingu stjórnarráðsins verða menn að standast viðamikil skrifleg og munnleg próf á vegum dómsmálaráðuneytisins. Löggilding er því trygging fyrir hæfni þeirra sem hafa hlotið hana.
Félagið hefur ekki milligöngu um verkefni né heldur um verðlagningu. Efst á þessari síðu má leita eftir þýðanda eða túlk fyrir þau tungumál sem í boði eru hverju sinni.